Þriðjudagur, 9. september 2008
Á að markaðsvæða heilbrigðiskerfið?
Miklar umræður urðu á alþingi í dag um sjúkratryggingafrv, heilbrigðisráðherra. VG gagnrýndi frumvarpið harðlega og sagði,að það stefndi að markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins og einkavæðingu. Valgerður Sverrisdóttir sagði,að Framsókn styddi ekki frv.,þar eð flokkurinn treysti ekki Sjálfstæðisflokknum fyrir framkvæmdinni. Það væri of mikið stefnt að einkarekstri og einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu af hálfu Sjálfstæðisflokksins.Ágúst Ólafur Ágústsson,Samfylkingu sagði,að þess yrði gætt,að jafnrétti ríkti gagnvart sjúklingum án tillits til efnahags. Enginn mundi geta keypt sig fram fyrir annan.
Þrátt fyrir góðan vilja Samfylkingar er ég hræddur við frv. Ég óttast,að það sé upphaf einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu.
Bj0rgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.