Björgólfur bjargar Eimskip

Björgólfsfeðgar og fleiri fjárfestar ætla að kaupa 25 milljarða kröfu á Eimskip ef hún fellur á félagið. Ótti um það hefur valdið því að hlutabréf í félaginu hafa lækkað um fimmtung á síðustu tveimur dögum, alls 22%.

Avion Group, nú Eimskipafélagið, hagnaðist um 10,5 milljarða króna við sölu á öllu hlutafé í breska ferðaþjónustufyrirtækinu XL Leisure Group árið 2006 og rúmlega helming hlutafjár í Avion Aircraft Trading. Eimskipafélagið gekkst í ábyrgð á láni vegna yfirtökunnar á XL.

Til að liðka fyrir sölunni á XL gekkst Eimskipafélagið í ábyrgð fyrir láni vegna yfirtökunnar og nú telur stjórn Eimskipafélagsins líkur á því að ábyrgðin falli á Eimskip.

Unnið hefur verið að því að endurfjármagna XL, en ekki tekist sem skyldi.Skuldin sem gæti fallið á Eimskip nemur um 25 milljörðum króna. 

Í fréttatilkynningu Eimskipafélagsins segir að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Björgólfsson, og nokkrir aðrir fjárfestar, séu reiðubúnir leggja fram 207 milljónir evra, jafnvirði tæpra 27 milljarða króna, til að kaupa kröfuna vegna sölu XL Leisure Group og vegna flugrekstrarleyfisábyrgða.

Vegna ótta um að krafan félli á Eimskip lækkaði gengi bréfa í félaginu um ríflega 8% í gær og um tíma var lokað fyrir viðskipti í félaginu. Lækkunin nam rúmlega 16% á mánudag og því minnkaði verðmæti félagsins um tæp 22% á tveimur dögum.  (ruv.is)

 Þetta er gott hjá Björgólfsfeðgum og þeim öðrum fjárfestum,sem standa að því að kauoa umrædda kröfu. Enda þótt Eimskip sé ekki sama óskabarn þjóðarinnar og áður hefur þjóðin taugar til félagsins og vill ekki að félagið lendi í frekari hremmingum.Framtak Björgólfsfeðga og fleiri fjárfesta getur bjargað félaginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór Helgason

Björgólfur Guðmundsson hefur vissulega unnið sér margt til ágætis á undanförnum árum. Mér býður þó í grun að þessi björgunaraðgerð sé hluti fjármálafléttu sem þarf nánari skýringa við. Björgólfur er einn helsti eigandi Landsbankans sem á vænan hlut í eimskipum, en Landsbankinn hefur fjármagnað talsverðan hluta ævintýrisins eftir því sem mér er tjáð. Væntanlega verður einhver til þess að skýra þetta.

Arnþór Helgason, 10.9.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband