Miðvikudagur, 10. september 2008
Atvinnurekendur vilja nýjan gjaldmiðil og endurskoðun samninga í haust
.
Eins og greint var frá í hádegisfréttum Útvarps eru hafnar þreifingar um sátt á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins kynntu í síðustu viku forystu verkalýðshreyfingarinnar hugmyndir um leiðir til að leysa efnahagsvandann til lengri tíma. Hugmyndirnar voru svo til umfjöllunar á miðstjórnarfundi ASÍ í dag.
Meðal þess sem lagt er til er að tekin verði upp erlendur gjaldmiðill hér, að kjarasamningar verði endurskoðaðir á næstu vikum þar sem forsendur þeirra séu brostnar og að laun hækki um 3,5% eins og samningarnir kveða á um.
Það er jákvætt,að fulltrúar aðila vinnumarkaðarins ræði saman.En hugmyndir SA virðast ekki vera grundvöllur sátta. SA leggur til að Íbúðalánasjóður verði tekinn af markaði. ASÍ er andvígt því. ASÍ er einnig andvígt því að samningar verði endurskoðaðir strax í haust. Ljóst er,að það sem vakir fyrir SA er að komast hjá því að bæta verkalýðshreyfingunni kjaraskerðingu verðbólgunnar.Hugmynd SA um nýjan gjaldmiðil leysir heldur ekki kjaramálin.Nýr gjaldmiðill er framtíðarmál.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.