Skattleysismörk fylgi launavísitölu

Fyrir síðustu alþingiskosningar setti Samfylkingin fram eftirfarandi stefnu varðandi  skattleysismörk:

Við viljum hækka skattleysismörk til samræmis við launabreytingar.Það er bein atlaga að kjörum eldri borgara,þegar skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu. Þá njóta þeir ekki þeirrar kaupmáttaraukningar,sem verður í samfélaginu.

Ef  skattleysismörk  hefðu fylgt launavísitölu frá 1988  væru þau í dag yfir 150 þús. kr. á mánuði en þau eru 95 þús.Ríkisstjórnin hefur samþykkt að  skattleysismörkin skuli hækka um 20 þús. á mánuði á kjörtímabilinu. Sú breyting verður gerð í áföngum.Það er gott skref en hvergi nærri nóg miðað við stefnu Samfylkingarinnar um að skattleysismörkin fylgi launavísitölu.

Hækkun skattleysismarka er mjög góð kjarabót fyrir láglaunafólk og þar á meðal fyrir eldri borgara. Ef þau hefðu fylgt launavísitölu væri staða eldri borgara mikið betri í dag en hún er.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband