Fimmtudagur, 11. september 2008
Afnám tekjutengingar kostar ríkið ekki neitt
Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gerði könnun á því hvað það mundi kosta ríkið að afnema tekjutengingu vegna tryggingabóta aldraðra.Í áliti um málið sagði Rannsóknarsetrið m .a.
Ef reiknað er með að tæplega 4 þúsund
manns á aldrinum 65 ára til 71 árs fari út á vinnumarkaðinn og vinni sér inn sem
nemur meðallaunum fólks á þessum aldri verða skattgreiðslur þessa fólks ríflega 4
milljarðar króna á ári, eða um 3.400 milljónum kr. meira en nemur tapi ríkisins af því að
afnema tekjutengingu ellilífeyris. Fjárhæðin gæti með öðrum orðum verið hærri en það
sem ríkið tapar í auknum bótagreiðslum.
Þetta er athyglisverð niðurstaða. Hún leiðir í ljós,að það kostar ríkið ekki neitt að afnema tekjutengingu eða draga úr henni. Ríkið fær kostnaðinn allan til baka í auknum skatttekjum.Tölur Rannsóknarsetursins um fjölda á vinnumarkaði eru byggðar á itarlegum könnunum.Í stórum dráttum er reiknað með að 1/3 eldri borgara sé á vinnumarkaði en 2/3 hættir að vinna.
Hér ef ef til vill kominn skýringin á því hvers vegna ríkið vill aðeins gera eitthvað fyrir þá sem eru á vinnumarkaði en ekkert fyrir hina. Það er vegna þess,að þessi leið kostar ríkið ekki neitt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.