Fimmtudagur, 11. september 2008
Hagvöxtur 4,9% í fyrra
Samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar var landsframleiðslan á árinu 2007 1293 milljarðar króna og jókst að raungildi um 4,9% frá fyrra ári. Þjóðartekjur jukust hins vegar mun meira eða um 7,8% samanborið við 1,6% vöxt árið áður.
Þessi vöxtur kemur í kjölfar 4,4% vaxtar á árinu 2006. Hann er einnig mun meiri en áætlun Hagstofunnar í mars gerði ráð fyrir en þá var talið að hagvöxtur á árinu 2007 hefði orðið 3,8%. Breytingin skýrist einkum af meiri fjárfestingu og samneyslu en reiknað var með í mars auk endurskoðunar á mati á birgðum í stóriðju.(mbl.is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir. En spurningin er sú hvort launafólk hefur fengið réttláta hlutdeild í hagvextinum eða hvort milliliðir og atvinnurekendur hafa tekið of mikið til sín.
Björgvin Guðmundsson
Hagvöxtur síðasta árs meiri en áður var talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.