1000 börn bíða eftir að komast á frístundaheimili

Nú bíða þúsund börn eftir að komast að á frístundaheimilum borgarinnar. Samstaða er í borgarráði um tillögu borgarstjóra um að leysa starfsmannavanda heimilanna. Það verður gert með því að samþætta störf sviðanna og kannað möguleika á fjölbreyttari rekstri á frístundaheimilum.

Börnum sem bíða þess að fá pláss á frístundaheimilum borgarinnar hefur fækkað um 400 í liðinni viku. Meginástæða þessa er að tekist hefur að ráða fleira starfsfólk á heimilin.(ruv.is)

Ástæðan fyrir þessu vandræðaástandi á frístundaheimilum borgarinnar er sú,að launin eru svo lág að fólk fæst ekki til starfa. Það þarf að hækka launin á öllum umönnunarstöðvum borgarinnar og ekki síst á hjúkrunarheimilum.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband