Ágúst Ólafur ánægður með sjúkratryggingarlögin

 

„Ég er mjög ánægður með þessi nýju lög um Sjúkratryggingarstofnun sem eru í fullkomnu samræmi við stefnu Samfylkingarinnar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður heilbrigðisnefndar alþingis, í samtali við S-vefinn eftir að lögin um sjúkratryggingarnar voru samþykkt í gær. „Þarna er tryggt að aðgangur að heilbrigðisþjónustunni verði óháður efnahag, bannað verður að kaupa sig fram fyrir röðina og engar nýjar gjaldtökuheimildir er þar að finna. Þessi lög innihalda enga einkavæðingu, og þau takmarka til dæmis möguleika lækna að vera utan samninga sem hlýtur að vera fagnaðarefni allra jafnaðarmanna.“  (S-vefur)

Það kom fram á alþingi,að Samfylkingin styður sjúkratryggingarlögin. Ég er hins  vegar ekki ánægður með þau. Það er verið að veikja almannatryggingar og taka sjúkratryggingar og slysatryggingar frá og setja í nýja stofnun. Það er verið að færa heilbrigðisráðherra í gegnum þessa nýju stofnun möguleika á því að setja meira í heilbrigðisþjónustu í hendar einkaaðila.En ég fagna því,að Samfylkingin skuli hafa tryggt að allir sjúklingar njóti heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags.

Björgvin Guðmundsson

 

 

1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband