Gylfi og Ingibjörg keppa um ASÍ

Tveir frambjóðendur keppa um  forustu í  ASÍ,þau Gylfi Arnbjörnsson,framkvæmdastjóri og Ingibjörg Guðmundsdóttir,varaforseti ASÍ. Ég treysti mér ekki til að segja  hvort þeirra yrði betri forseti. Gylfi er embættismaður hjá ÁSÍ og hefur því sama bakgrunn og t.d. Ásmundur Stefánsson,sem varð forseti. Ingibjörg er kjörinn fulltrúi og kemur úr VR.Bæði hafa nokkuð til síns ágætis. Þau eru lík að því leyti að þau eru hvorug harðir baráttumenn. Þau eru bæði varfærin og vilja undirbúa mál vel en það vantar neistann hjá báðum. Harðir baráttumenn eru orðnir fáir enda er allur kraftur úr verkalýðshreyfingunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband