Þriðjudagur, 16. september 2008
Fjármálaráðherra hundsar ljósmæður
Þess verður ekki vart,að ríkisstjórnin ætli að koma til móts við ljósmæður. Það styttist í allsherjarverkfall ljósmæðra,þar eð ríkið nálgast ekkert kröfur ljósmæðra með nýjum, tilboðum. Stefna fjármálaráðherra hellti olíu á eldinn og hefur gert samningaviðræður mun erfiðari en áður.Það er krafa þjóðarinnar að samið verði strax við ljósmæður. Þær eiga rétt á hærri launum vegna meiri menntunar og alger óhæfa að þær skuli ekki í dag fá laun í samræmi við menntun þeirra.
Ákvæði stjórnarsáttmálans um að koma eigi á launajafnrétti karla og kvenna og bæta hlut kvennastétta í launamálum styður kröfur ljósmæðra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.