Ófremdarástand í húsnæðismálum

Algert  ófremdarástand ríkir nú í húsnæðismálum hér. Það er svo komið,að það er  ókleift með öllu fyrir ungt fólk að kaupa íbúð.Greiðslubyrðin af lánum vegna íbúðarkaupa er orðin svo mikil eftir gengishrun krónunnar,að ungt fólk í byrjun búskapar með lágar tekjur rís ekki undir greiðslubyrðinni. En það sem verra er. Það er heldur ekki unnt að taka íbúðir á leigu. Leigan er svo há,að það tekur engu tali,Lítil tveggja herbergja íbúð kostar 140-150 þús á mánuði í leigu.Þetta er ekki betra en þegar ég var að byrja að búa 1953,þá þurfti að greiða mikið fyrirfram, 1 1/2 ár hjá mér, en leigan sjálf var skapleg. Ungt fólk,sem reynir að kaupa íbúð í dag rekst strax á vegg,þar eð  ef fólk á ekki einhverja aura eða hefur aðstoð ættingja kemur það að lokuðum dyrum í bönkunum.Ibúðalánasjóður lánar   ekki meira en 80%.Unga fólkið og aðrir sem kaupa verða því að bjarga 20% til viðbótar,sem hugsað er sem eigið fé.
Allur almenningur stynur nú undan háum afborgunum af íbúðalánum vegna  gengishruns krónunnar.Þar hefur átt sér stað mikil kjaraskerðing sem bætist við kjaraskerðingu vegna verðhækkana matvæla og annarra nauðsynjavara,.Hvað gerir verkalýðshreyfingin í málunum? Það er ekki nóg að segjast ætla að taka upp evru
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband