Þriðjudagur, 16. september 2008
Hvar er lögreglan?
Innbrotum hefur fjölgað mikið í íbúðarhús í Breiðholti á þessu ári. Af þeim sökum efndu íbúarnir til fjölsótts fundar um málið í fyrrkavöld. Þar kom m.a. fram,að íbúarnir eru óánægðir með það að lögreglan skuli ekki vera sýnileg í hverfinu.Eru íbúarnir óttaslegnir vegna þess,að innbrot hafa verið framin að degi til, þegar fólk er í vinnu og börn jafnvel ein heima.Er það orðið alvarlegt ástand þegar foreldrar geta ekki verið rólegir í vinnu vegna þess að innbrotsþjófar og ofbeldismenn ráðast inn í íbúðarhúsin um hábjartan dag. Krafa íbúanna er sú,að lögreglan verði á ferðinni um Breiðholt og sýnileg,þannig að það fæli innbrotsþjófa frá.
Lögreglan verður að taka sig á. Hún verður að vera sýnileg í íbúðarhverfunum. Það er ekki nóg að sinna miðbænum. Það er enn mikilvægara að hugsa um íbúðarhverfin.Ef fjárveitingar til lögreglu eru of litlar verður að auka þær. Öryggi borgaranna á að hafa forgang.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.