Lágmarksframfærsla aldraðra: Skref í rétta átt en of stutt skref

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, skrifaði undir reglugerð í dag sem tryggir lífeyrisþegum lágmarks framfærslu. Helgi Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, fagnar þessu framtaki en segir að upphæðin sé langt frá því að vera viðunandi.

Í tilkynningu frá félagsmálráðuneytinu segir að eftir breytinguna hafi lágmarkstekjur lífeyrisþega ekki verið hærri í 13 ár, sé miðað við hlutfall af lægstu launum á vinnumarkaðnum. Lágmarks greiðsla til einstaklings verður 150.000 kr. í stað 137.000 króna og framfærslutrygging hjóna eða sambúðarfólks hækkar úr 224.000 í 256.000 kr.(mbl.is)

 

Fagna ber því að   lágmarksframfærsla lífeyrisþega hafi loks verið ákveðin.Þetta er skref í rétta

átt en of stutt skref. Framfærslan er ákveðin 150 þús. á mánuði en samkvæmt könnun  Hagstofunnar  um meðaltalsneysluútgjöld hefði hún þurft að vera 226 þús. á mánuði.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband