Miðvikudagur, 17. september 2008
Smátt skammtað til eldri borgara
Eftir að ríkisstjórnin ákvað,að allir eldri borgarar ættu að fá a.m.k 25 þús kr. úr lifeyrissjóði á ´mánuði eða ígildi þess námu brúttogreiðslur til einhleypra ellilífeyrisþega kr. 148.516.Af þessari fjárhæð verða eldri borgarar að greiða skatt þannig,að ráðstöfunarupphæðin er ekki mikil.25 þús. krónurnar úr ríkissjóði valda skerðingu tryggingabóta og sæta skatti.Hefur því verið sagt,að í raun verði 25 þús. krónurnar ekki nema 8 þús. kr. eftir skatta og skerðingar.Eðlilegra hefði verið að greiða 25 krónunrnar út hjá Tryggingastofnun sem uppbót á lífeyri þar.Þá hefðu þær ekki valdið skerðingu bóta.
Nú hefur félags-og tryggingamálaráðherra ákveðið að lágmarksframfærslutrygging skuli vera 150 þús. kr. á mánuði.Það þýðir,að það á að greiða þeim verst settu meðal lífeyrisþega kr. 1484 kr. á mánuði sem félagslega aðstoð frá Tryggingastofnun.Smátt er skammtað en fjármálaráðherra hefur greinilega þó ekki viljað greiða þessa upphæð þannig,að það verður að greiða hana sem félagslega aðstoð.Af þessu þarf að greiða skatta.Halldór Guðbergsson formaður Öryrkjabandalagsins segir,að þetta þýði að lífeyrisþegar eigi að lifa af 130 þús. á mánuði eftir að skattur hefur verið greiddur.Hann segir: Menn geta spurt sig hvort unnt sé að lifa af 130 þús. kr. á mánuði í íslensku samfélagi.
Ég hefði búist við því að Samfylkingin mundi standa að meiri kjarabótum en þetta til handa eldri borgurum og öryrkjum.Ég sé ekki,að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skipti miklu máli þegar hún gerir lítið meira en að festa í sessi það sem þegar er greitt.Reglugerðin frá því í gær hækkar ekki lífeyri um meira en 1484 kr. á mánuði fyrir skatta en hún ákveður að 25 þús krónurnar,sem fjármálaráðuneytið greidir til aldraðra,fyrir skatta,skuli teljast með greiðslum almannatrygginga,þegar lágmarksframfærslutrygging er metin.Ríkisstjórnin verður að taka sig á í þessum málum.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.