Miðvikudagur, 17. september 2008
Nýsir á barmi gjaldþrots
Þróunar- og fjárfestingarfélagið Nýsir rambar á barmi gjaldþrots samkvæmt heimildum 24 stunda. Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins undanfarna mánuði og vikur.
Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Nýsis, segir að unnið sé að því hörðum höndum að létta á greiðslubyrði lána félagsins til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Endurfjármagna þarf sjö til tíu milljarða af skammtímalánum félagsins á þessu ári svo að rekstur félagsins geti gengið áfram. Auk þess þarf að endurskipuleggja lán félagsins til lengri tíma. Niðurstaða liggur fyrir innan nokkurra vikna frekar en mánaða, segir Höskuldur.(mbl.is)
Skuldir Nýsis nema um 50 milljörðum og eigni álíka miklu. Eigið fé er því uppurið. Stjórnvöld hafa verið að tala um að láta einkaðila eins og Nýsi eiga og byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Fregnir um fjárhagsstöðu Nýsis sýna hversu fráleitt þetta er. Það er algerlega út í hött að láta einkafyrirtæki eins og Nýsi eiga og reka hjúkrunarheimili,sem ríkið leigi síðan af einkaaðilum. Ríkið er mikið fjársterkara en þessi einkaaðilar og hefur því margfalt meiri burði til þess að fjáragna og byggja heimilin. Ef ríkið' fer út á þá braut að láta einkaðila gera þetta er verið að taka þá áhættu að viðkomandi einkaaðilar verði gjaldþrota og ríkið sitji upp með allt saman.Ríkið á sjálft að byggja og eiga hjúkrunarheimilin. Ríkið á ekki að reka björgunarstarfsemi fyrir þessa einkaaðila.
Björgvin Guðmundsson
Nýsir á barmi gjaldþrots | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist að frjálshyggjan og stefna hægri öfgaaflanna í Sjálfstæðisflokknum sé búin að vera. Þegar árar eins og nú hlaupa nýrríku fjárfestarnir í allar áttir eins og rottur frá sökkvandi skipi, og skilja eftir sig sviðna jörð.
Hverjir eiga svo að taka við að sinna grunnþjónustunni sem ekki má falla niður nema ríkið.
Kannski eignast ríkið bankana sína á ný og vonandi fara frjálshyggjustuttbuxnadrengirnir í Sjálfstæðisflokknum að þeir eru nánast hlægilegir þegar þeir boða áframhaldandi einkavinavæðingu á eigum þjóðarinnar.
Nú er nóg komið og við skulum sjá til hvað miklu þarf að bjarga eftir þetta lið.
Jón Ingi Cæsarsson, 17.9.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.