Glitnir:Enginn hagvöxtur fyrr en 2010

Fimm ára hagvaxtartímabili á Íslandi er lokið og niðursveiflan í efnahagslífinu verður snörp og hröð, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Glitnis. Glitnir spáir því að hagvöxtur verði enginn á þessu ári og því næsta, þjóðarútgjöld muni dragast saman um ríflega 9%, utanríkisviðskipti aukist hins vegar ámóta mikið en ef það gengur eftir er það er alger viðsnúningur frá því sem verið hefur.(ruv.is)

Fyrir skömmu komu tölur frá Hagstofunni um mikinn hagvöxt sl. ár og betri tölur í ár en áður höfðu verið birtar. Ná spáir Glitni engum hagvexti í ár og næsta  ár. Hlutirnir breytast hratt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband