Gjaldþrot braskstefnunnar

Hér áður  reyndu stórnendur fyrirtækja að  reka   þau sem best og stunda þá starfsemi sem þau voru stofnuð til þess að reka. En svo kom. að   það þótti ekki nóg. Fyrirtækin tóku að braska, kaupa önnur fyrirtæki,eða hlut í öðrum fyrirtækjum . Þetta kalla ég braskstefnuna en líka mætti nefna þetta græðgisvæðingu.Í byrjun græddu mörg fyrirtæki   mikið á braskinu,bæði hér og erlendis. En svo kom að braskið mistókst. Dæmi um þetta eru Fl Group  og Eimskip. Þetta voru hvort tveggja mjög góð fyrirtæki. En  segja má  að þau hafi orðið braskstefnunni að bráð og hrunið. Það er stundum betra að fara varlega og ætla ekki að græða of mikið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú kannast kannski við bókina Good To Great. Þar er einmitt talað um að þau fyrirtæki sem skila bestum árangri eru þau sem vita hvert markmið þeirra er og halda sig við það. Fiskibúð getur aldrei orðið rík á að selja lakkrís. Lego var komið í vanda því það var búið að missa fókusinn. Núverandi stjórnarformaður seldi Legoland og hætti sölu á öllu öðru en kubbum og nú er hagnaðurinn mikið meiri en tapið, sem var að setja fyrirtækið á hausinn, nokkurn tíma var.

Kannski að einhver taki sig til og þýði bókina á íslensku. Það myndi sjálfsagt spara íslenskum fyrirtækjum einhverja milljarða.

Villi Asgeirsson, 17.9.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband