Miðvikudagur, 17. september 2008
Livni næsti forsætisráðherra Ísraels?
Ef útgönguspár fjölmiðla í Ísrael ganga eftir þá hafa meðlimir ísraelska stjórnarflokksins kosið utanríkisráðherrann Tzipi Livni sem nýjan leiðtoga sinn og þar með næsta forsætisráðherra landsins.
Útgönguspár tveggja sjónvarpsstöðva gefa það til kynna en samkvæmt þeim hefur Livni sigrað samgönguráðherrann Shaul Mofaz með meirihluta sem hleypur á bilinu 37 til 48%.
Livni hefur þegar lýst yfir sigri og þakkað stuðningsmönnum sínum og sagði hún í þakkaræður sinni að hún myndi sjá til þess að bregðast ekki traustinu og koma öllu því í verk sem stuðningsmennirnir hafa barist fyrir.
Endanleg niðurstaða mun samkvæmt Reuters fréttastofunni ekki fást fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. Talsmaður Mofaz sagði að hann hygðist ekki tjá sig um kosningarnar fyrr en á morgun.(mbl.is)
Nokkuð öruggt er að Livni verði næsti forsætisráðherra
Israels. Hún verður þá önnur konan til þess að gegna því embætti í Ísrael. Sú fyrri var Golda Meir,leiðtogi jafnaðarmanna í landinu.Ég hitti Goldu Meir,þegar ég fór til Ísraels 1975 í boði jafnaðarmannaflokks Ísraels. Hún var mikill persónuleiki.
Björgvin Guðmundsson
Livni hefur lýst yfir sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
en er hún öfgahægri eða hógvær hægri manneskja? þekki hana ekki en vonandi hógvær og friðsöm manneskja
Haukur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.