Fimmtudagur, 18. september 2008
Krónan í frjálsu falli.Kjörin versna stöðugt
Erfiður dagur er að baki á gjaldeyrismarkaði en gengi krónunnar veiktist um 2,48% í dag. Gengisvísitalan var við upphaf viðskipta 171,70 stig en lokagildi hennar er 175,95 stig og hefur aldrei verið jafn hátt. Innan dagsins fór gengisvísitalan í 178,45 stig. Það sem af er ári nemur veiking krónunnar hátt í 50%.
Gengi Bandaríkjadals er 94,76 krónur, pundið er 169,40 krónur og evran 133,61 króna. Mikil velta var á millibankamarkaði eða um sjötíu milljarðar króna. (mbl.is)
Krónan hefur nú fallið um meira en 40% á árinu.Er þetta algert hrun á krónunni enda en nú algert vantraust á henni og æ fleiri vilja kasta henni fyrir annan gjaldmiðil.Allir sjá hvað yfir 40% fall krónunnar hefur haft í för með sér fyrir heimilin í landinu.Lánin hafa hækkað,verrðlag hefur hækkað kjörin hafa versnað.
Björgvin Guðmundsson
Krónan veiktist um 2,48% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.