Eldri borgarar fengu í fyrradag 1484 kr. hækkun á mánuði!

Lífeyrir  eldri borgara,einhleypra ellilífeyrisþega, hækkaði um 1484 krónur á mánuði við útgáfu reglugerðar félags-og tyggingamálaráðherra í fyrradag.Áður en reglugerðin var gefin út námu greiðslur til þessara eldri borgara  kr. 148.516   á mánuði fyrir skatta.Ásta Möller sagði í Mbl.,að greiðslurnar næmu 149 000 kr..áður. Eldri borgarar verða   lítið  varir við það,að lífeyrir þeirra hækki um 1484 kr. Þeir eru jafn illa settir eftir sem áður.  
Það er ágætt að ákveða lágmarksframfærslutryggingu en hún þarf að vera í samræmi við raunveruleikann en ekki að verða til þess að þrýsta lífskjörum eldri borgara niður.150 þús. kr. trygging er alltof lág. Það fara 20 þús. kr. í skatta og þá eru ekki nema 130 þús eftir . Það lifir enginn mannsæmandi lífi af því. Húsnæðiskostnaður getur verið í kringum 100 þús. á mánuði og þá eru aðeins 30 þús. eftir fyrir mat,fatnaði,síma,sjónvarpi og samgöngum svo það helsta sé nefnt.Það er greinilega ekki reiknað með því að hinir lægst launuðu geti átt bíl Það er aðeins fyrir þá betur settu. Hagstofan segir,að ,meðaltals neysluútgjöld  einstaklinga séu 226 þús. á mánuði. Af því sést,að 150 þús. er alveg út  i hött.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég innilega sammála þér. Það mætti bjóða þessum háu herrum og frúm að REYNA að lifa á þessum launum.

Ég er er ein af þeim óheppnu sem er háð TR og launakjörum þeirra,og endar ná engann veginn saman.

Svanfridur (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband