Krónan hefur fallið um 47% á árinu!

Krónan hefur fallið um 10,1% í september. Í gær lækkaði gengi krónunnar um  2,5%. Hefur gengi krónunnar aldrei verið eins lágt. Frá  áramótum hefur geng krónunnar lækkað um 47%.

Ráðstafanir Seðlabankans til þess að lækka verðbólguna hafa reynst gagnslausar. Bankinn hefur stöðugt hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna en hinir háu vextir eru hættir að virka.Hins vegar fara vextirnir út í verðlagið og auka verðbólguna. Gengislækkun krónunnar hækkar verð  allra innfluttra vara og er sem olía a eld verðbólgunnar. Það er orðið ljóst að grípa verður til nýrra ráðstafana til þess að lækka verðbólguna. Markaðslausnir duga ekki. Það verður að beita handafli og miðstýrðum lausnum. Í háborg kapitalismans er  nú beitt miðstýrðum aðferðum til þess að forða enn meira hruni á fjármálamarkaðnum.Bandaríkjastjórn hefur þjóðnýtt eitt stærsta tryggingafélag heims,AIG, til þess að forða gjaldþroti þess. Bandaríkjastjórn dælir fjármagni  út í kerfið til þess að koma því í gang aftur. En hér  er ríkisstjórnin kaþólskari en páfinn og segir að markaðurinn leysi öll vandamálin.Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra talar um hreingerningu í Bandaríkjunum,þegar stærstu fyrirtæki þar fara á hausinn. Markaðurinn leysir ekki vandamálin hér,a.m.k. kemur hann ekki verðbólgunni niður. Það verður að grípa til annarra aðgerða.

 

Björgvin Guðmundsson

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband