Ljósmæður fengu 22,6%. Deilan leyst

Bæði ljósmæður og fjármálaráðherra samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram á mánudag, og er því kominn á kjarasamningur milli þessara aðila.

Alls greiddi 191 ljósmóðir, eða 82,68 % félagsmanna, atkvæði um tillöguna og vildu 162 samþykkja hana, 22 höfnuðu og 7 skiluðu auðu.

Samkvæmt miðlunartillögunni er núgildandi kjarsamningur Ljósmæðrafélagsins framlengdur frá 1. ágúst  til 31. mars 2009. Grunnlaun ljósmæðra hækka um allt að 22,6% á mánuði, þar af koma um 5% í stofnanasamningum, og að jafnaði hækka mánaðarlaun þeirra um 60-90 þúsund krónur á mánuði, að sögn ljósmæðra. Á móti kemur, að svonefndur Vísindasjóður ljósmæðra verður lagður af en í hann hafa vinnuveitendur greitt 1,5% af launum.   

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sagði að ljósmæður væru sáttar við þessa niðurstöðu. Þetta hefði verið löng og ströng samningalota og ljóst, að enn vanti um 10% upp á að ljósmæður hefðu náð því fram sem þær stefndu að. Ljóst sé, að þeirri baráttu verði haldið áfram í mars þegar þessi samningur rennur út. 

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, vildi ekki tjá sig um niðurtöðuna þegar fréttamenn í húsakynnum ríksissáttasemjara leituðu eftir því. 

Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, sagðist hafa verið bjartsýnn á að miðlunartillagan yrði samþykkt. (mbl.is)

Ég óska ljósmæðrum til hamingju með  niðurstöðuna. Þær fá  22,6% kauphækkun en fóru fram á 25%.  Ég held að þetta verði að teljast viðunandi niðurstaða.Fjármálaráðherra dró stefnuna til baka.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 

 

I
I
I
I
Innlent | mbl | 12.09.2008 | 14:33

mbl.is Miðlunartillagan samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég óska ljósmæðrum til hamingju með þennann áfanga, sem er sko meira en sjálfsagður.

Takk fyrir bloggvináttuna,

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband