Föstudagur, 19. september 2008
Eldri borgarar fái lífeyri,sem dugi fyrir framfærslu
Fyrir síðustu alþingiskosningar barðist Samfylkingin fyrir því,að eldri borgarar fengju lífeyri,sem dygði fyrir framfærslu.Samfylkingin sagði: Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launavísitölu.Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar.Samfylkingin ætlar að leiðrétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta verður gert í áföngum og mun koma þeim best,sem hafa lægstan lífeyri.
Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Ísland eru meðaltalsneysluútgjöld einstaklinga nú 226 þús. kr . á mánuði. Skattar ekki meðtaldir.Eftir ákvörðun um 150 þús. kr. lágmarkstryggingu vantar 76 þús. á mánuði til þess að ná þessu marki.Því marki þarf að ná í 2-3 áföngum,25-38 þús kr. hækkun í áfanga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.