Fasteignaviðskipti: Veltan á höfuðborgarsvæði 5,5 milljörðum minni en sl.ár

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. september til og með 18. september 2008 var 90. Heildarveltan var 3.763 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41,8 milljónir króna. Á tímabilinu 14. september til og með 20. september í fyrra var 250 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og var heildarveltan 9.302 milljónir króna, 5.539 milljónum króna meiri en nú.

Í vikunni sem er að líða voru 70 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 

 

Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 156 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru allir samningar um  sérbýli. Heildarveltan var 59 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,8 milljónir (mbl.is)

 Þetta er dæmi um samdráttinn.Íslendingar geta ekki lamið hausnum við steininn og  sagt,að það sé enginn samdráttur. Tölurnar tala sínu máli. Og það er hætt við,að veturinn verði erfiður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Veltusamdráttur á fasteignamarkaði 5,5 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband