Landsbanki og Kaupþing gera tilboð í eignir Nýsis

Nýsi hf. hefur í dag borist tilboð frá Landsbankanum og Kaupþingi í allar eignir félagsins.

Ef tilboðunum verður tekið munu þau hafa veruleg áhrif á efnahagsreikning félagsins. Félagið mun meta tilboðin og kynna þau síðan fyrir kröfuhöfum þar með talið kröfuhöfum þeirra verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í Kauphöllinni.

Í tilkynningu um málið segir að Nýsir muni því seinka birtingu á árshlutareikningi á meðan viðræður um tilboðin fara fram.(visir.is)

Nýsir hefur undanfarið rambað á farmi gjaldþrots.Stærsu kröfurhafarnir eru Landsbankinn og Kaupþing. Með tilboði bankanna í eignir félagsins verður gjaldþroti félagsins hugsanlega forðað.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband