USA: 50 milljarðar$ til að styrkja fjármálakerfið

Bandaríska fjármálaráðuneytið ætlar að verja 50 milljörðum dollara til að styrkja almenna hlutabréfasjóði og verja þá áföllum. Tilkynnt var um þessa aðgerð eftir að Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hófu að vinna að víðtækri áætlun til að stöðva fjármálakreppuna.

Bandaríska fjármálaráðuneytið segir að markmiðið sé að viðhalda tiltrú á hlutabréfasjóði til þess að viðhalda stöðugleika í fjármálakerfi heimsins.

HenryPaulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, boðar víðtækar aðgerðir sem krefjist nýrrar lagasetningar til þess að komast fyrir rót vandans m.a er ætlunin að koma á fót sérstökum sjóði til að kaupa svokölluð undirmálslán af bankakerfinu. 

Sérfræðingar segja að Bandaríkjastjórn hyggist nú taka frumkvæðið og koma í veg fyrir að fleiri stórfyrirtæki rambi á barmi gjalþrots eftir að stjórnin bjargaði tryggingarisanum AIG  frá gjaldþroti með 85 milljörðum dollara.

Verð á hlutabréfum hefur hækkað víða um heim í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar.  Bandaríska Dow Jones hækkaði um 3,8%, hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkaði um 8,6%, og í París hækkuðu hlutabréfavísitalan um 7,6%.  Hlutabréf í bönkum hafa hækkað mikið eins og í Royaol Bank og Scotland þar sem hlutabréf hækkuðu um 50%. 

Forsetaframbjóðandi Repúblikana, John McCain, snupraði bandaríska seðlabankann í dag og sagði að bankinn ætti að hætta að bjarga fyrirtækjum og hverfa aftur að því að stjórna peningaflæði og verja gengi dollarans.

McCain boðar breytingar sem muni koma í veg fyrir að fjármálafyrirtæki taki upp slæma viðskiptahætti..  Hann segir að verði hann kosinn forseti og leiti gjaldþrota fyrirtæki eftir opinberum lánum af fé skattgreienda muni fjámálaráðuneytið fylgja ströngum reglum um það hvort lán verði veitt. (ruv.is)

Aðgerðirnar höfðu góð áhrif í dag. Hlutabref hækkuðu alls staðar í verði og meira segja krónan styrktis verulega. Þessar miklu aðgerðir Bandaríkjastjórnar eru athyglisverðar,þar eð stefnan hefur verið sú að láta fyrirtækin deyja drottni sínum. Ég tek ofan fyrir Bush vegna aðgerðanna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Kristinsson

þeir eru bara að koma fyrir það sen gerðist 1929 þá gerði ríkisstjórnin ekkert og allt fór í kaldakol, 1932 hjá okkur, ekkert eðlilegra en ríkið komi til hjálpar í þessum hremmingum

Haukur Kristinsson, 19.9.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband