Laugardagur, 20. september 2008
Evra án aðildar að ESB?
Ásamt Ingibjörgu ræddu málin Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, og Jónas Haralz, hagfræðingur. Vilhjálmur og Gylfi sögðust báðir vilja athuga með upptöku evru, og sögðust ekki líta á það sem skammtímalausn. Jónas vill hins vegar ganga skrefinu lengra.
Hann telur ekki útséð með hvort Íslendingar geti tekið upp evru án aðildar að ESB án þess, að láta reyna á fulla aðild. Ef við viðræðurnar kemur í ljós, að það eru vankantar á aðild fyrir okkur myndi ég telja að ESB væri fúst til finna einhverja leið fyrir okkur, sagði Jónas og einnig að þær ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því, að Íslendingar eigi ekki að ganga í ESB séu tilbúningur. Þessu voru aðrir þátttakendur ósammála.
Gylfi sagði ljóst að þörf væri á, að kasta akkeri inn í framtíðina svo þjóðin geti dregið sig til baka úr erfiðleikunum í efnahagslífinu. Hann sagði ljóst að fyrirkomulag peningamála hefði ekki lagt grundvöll að stöðugleika, og hann vilji ekki reyna selja félagsmönnum sínum, árið 2010, að hægt sé að halda stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil. Hann tók fram að ASÍ hafi ekki ályktað um gjaldmiðilsmálin en búist er við að niðurstaða innan sambandsins fáist fyrir ársfund.
Jónas sagði, að peningamálastefna Seðlabankans hafi mistekist og sagði enga erlenda sérfræðinga þurfa til að greina frá því. Hann vill hins vegar að Seðlabankinn birti eigið mat á því hvernig bankinn telji að tekist hafi til.(mbl.is)
Athyglisvert er hve margir vilja athuga með upptöku á evru án aðildar að ESB. Segja má,að það sé að verða ríkjandi skoðun að athuga þann kost.
Björgvin Guðmundsson
Eyða þarf óvissu um evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að sjá Ingibjörgu Sórúnu taka upp málflutning og málefni Vvalgerðar Sverrisdóttur - enn einu sinni!
Evrópufrumkvæði Framsóknar svælir Samfylkinguna út úr hýðinu!
www.hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/648015/
Hallur Magnússon, 20.9.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.