Skattleysismörk hækka- tekjutengingar í tryggingakerfinu minnka

Ingibjörg Sólrun,formaður Samfylkingarinnar,flutti mikla ræðu á flokksstjórnarfundi sl. laugardag. Hún ræddi m.a. velferðarmálin og sagði:

Ekki má  gleyma því að í tilefni af gerð kjarasamninga síðastliðið vor, ákvað ríkisstjórnin að draga verulega úr skattlagningu launafólks en þær aðgerðir munu koma til framkvæmda á næstu þremur árum. Þetta var gert með því að hækka persónuaflsátt um 7 þúsund krónur umfram almenna verðuppfærslu og hækka skerðingarmörk barnabóta verulega. Þetta þýðir að skattleysismörk munu að öllum líkindum hækka úr 95 þúsund krónum í 113 þúsund á næsta ári og vera komin í 139 þúsund árið 2011.

Barnabætur munu einnig hækka umtalsvert og hækkun húsaleigubóta og vaxtabóta hefur þegar komið til framkvæmda.

1. júlí síðastliðinn fengu öryrkjar mikilvæga bót á sínum högum þegar frítekjumörk öryrkja og öryrkjauppbót hækkuðu verulega. Jafnframt er verið að vinna breytingar á reglum um örorkumat og er gert ráð fyrir því að þær verði tilbúnar um áramótin.

Í sumar voru gerðar mikilvægar breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tryggja foreldrum aukin réttindi og svigrúm til fæðingarorlofs.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma og 380 annarra til að vinna á biðlistum og fækka verulega þeim ríflega 800 fjölbýlum aldraðra víða um land, þar sem aldraðir hafa þurft að sæta þeim afarkostum að deila herbergi með ókunnugum. Þar með er komið á framkvæmdastig mikilvægt mannréttindamál og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.

Í þessari viku kynntum við lágmarksframfærslutryggingu fyrir lífeyrisþega þar sem þeim eru tryggðar að lágmarki 150 þúsund krónur á mánuði. Þar með hafa lágmarkstekjur lífeyrisþega hækkað um 19% á undanförnum 9 mánuðum og hafa ekki verið hærri í 13 ár. Þessar aðgerðir koma í kjölfar verulegrar hækkunar á frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega, 67-70 ára. Að auki fengu aldraðir sem fá minna en 25 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sérstaka kjarabót.

Fyrr á árinu var bundinn endir á óréttlæti sem lengi hefur verið gagnrýnt, þegar hætt var að skerða bætur almannatrygginga vegna tekna maka. Vasapeningar til hjúkrunarsjúklinga hækkuðu um tæplega 30%, skerðingarhlutfall ellilífeyris lækkaði og frítekjumark hækkaði svo eitthvað sé nefnt.(S-vefur)

Það hefur vissulega miðað verulega áleiðis einkum í því efni að draga úr tekjutengingum,sem kemur  þeim vel,sem eru á vinnumarkaðnum.Afnám  tekjutengingar vegna tekna maka er stór áfangi og kemur þeim vel,sem eru í hjónabandi.Ég hefi gagnrýnt,að þeir hafa setið eftir,sem hættir eru að vinna.Reglugerð um  150 þús.kr. lágmarksframfærslutryggingu gagnast þeim en skrefið er mjög stutt.Þetta er fyrir skatta.Eftir skatta eru þetta 130 þús. á mán. Það lifir enginn sómasamlegu lífi af því.Þetta er varla fyrir húsnæði,mat og fatnaði. Eiga eldri borgarar ekki að geta lifað með reisn og veitt sér eitthvað.Eiga þeir ekki að geta hreyft sig á milli. Þetta er skammarlega lágt í einu ríkasta þjóðfélagi heims.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ASI samdi um það að persóuasláttur fylgdi neysv. vísitölu. sem er hvað 10-15 % plús 7000 kr kv Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband