Þriðjudagur, 23. september 2008
Þorsteinn gagnrýnir Davíð
Þorsteinn Pálsson,ritstjóri, skrifar athyglisverðan leiðara í blað sitt,Fréttablaðið í dag. Leiðarinn er skrifaður í tilefni af viðtali Stöðvar 2 við Davíð Oddsson.I leiðaranum segir,að Davíð eða bankastjórn Seðlabankans hafi í raun verið að svara framlagi Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar til umræðunnar um peningamálastefnuna. Niðurstaða þeirra var sú,að hagsmunum Íslands væri betur borgið með því að taka upp evru en að viðhalda óbreyttri stefnu í peningamálum. Davíð kallaði þá sem vildu slíka breytingu lýðskrumara.Í leiðaranum segir: Svar bankastjórnarinnar,sem nú liggur fyrir í nefndu sjónvarpsviðtali er einkar skýrt og afdráttarlaust.
Leiðari Þorsteins endar á þessum orðum:
Bankastjórn Seðlabankans er eftir lögum sjálfstæð og óháð ríkisstjórn.Lögin mæla þó fyrir um að bankastjórnin skuli ekki sinna öðrum viðfangsefnum en þeim sem samrýmast hlutverki Seðlabanka.Spurt hefur verið hvort bankastjórnin hafi farið út fyrir verksvið sitt í þessu svari og inn á pólitískan vettvang.Að lögum ber ríkisstjórnin ábyrgð á því,að slíkt gerist ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.