Þriðjudagur, 23. september 2008
Er frjálslyndi flokkurinn að klofna?
Formaður Frjálslynda flokksins kom heim frá Rússlandi í gær til að takast á við mestu innbyrðis deilur sem orðið hafa í flokknum frá stofnun, segja menn sem starfað hafa í Frjálslynda flokknum frá upphafi. Nú sé formaður í hættu, í viðbót við það sem var þegar Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson tókust á um varaformannsembættið. Átök sem enduðu með útgöngu Margrétar og stuðningsmanna hennar úr flokknum.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, styður Kristin H. Gunnarsson áfram sem þingflokksformann og telur hann hafa sætt einelti. Kolbrún Stefánsdóttir ritari styður Kristin. Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður styður Kristin ekki og miðstjórn vill að Kristinn víki.
En þetta er mál þingflokksins, þar inni er Jón Magnússon harðastur gegn Kristni, en Grétar Mar segist styðja formanninn hvernig sem fer.
Í miðstjórn sitja tveir fyrrverandi þingmenn, Sigurjón Þórðarson, sem liggur undir feldi formannsframboðs, og Magnús Þór Hafsteinsson, sem er varaformaður og jafnframt aðstoðarmaður formannsins en er honum ósammála um þingflokksformanninn. Magnús Þór neitar að tjá sig um hvort trúnaðarbrestur felist í þessu.
Þótt órói vaxi í stofnunum flokksins er því jafnan neitað að vegið sé að formanninum. Jón Magnússon þingmaður ritar þó um dugleysi þingflokksformanns og formanns sem hafi haldið fundi í sumar: Á mínum pólitíska ferli þá þekki ég ekki annað eins áhugaleysi um pólitík eins og þarna kemur fram og virðingarleysi við fólkið í flokknum, segir Jón. Hann kveðst enn treysta Guðjóni og telur minni líkur en meiri á að flokkurinn klofni. Ég vænti þess að formaður taki skynsamlega ákvörðun. Grétar Mar þingmaður telur línur fara að skýrast. Sjálfur kveðst hann sáttur við að Kristinn sitji áfram þennan þingvetur sé það vilji formannsins. Hann telur niðurstöðu miðstjórnar ekki góða og trúir því ekki að menn kljúfi lítinn flokk um það hvort þingflokksformaðurinn sitji átta mánuðum lengur eða skemur. Ef menn kljúfa tapa allir.(mbl.is)
Sú samþykkt,sem gerð var í miðstjórn um að Kristinn Gunnarsson ætti að hætta sem þingflokksformaður er mjög óvenjuleg og hefði slíkt ekki getað gerst í neinum öðrum flokki.Miðstjórnin hefur ekkert með kjör formanns þingflokks að gera. Samþykktin er aðför að Kristni og í raun tilraun til valdaráns í flokknum,sem hlyti að enda með klofnini. Þetta sér Guðjón formaður. Hann styður Kristin og reynir að afstýra klofningu. En tekst það?
Björgvin Guðmundsson
Illvígar deilur Frjálslyndra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.