Þriðjudagur, 23. september 2008
Aldraðir eiga inni uppbót fyrir tímabilið 1.feb.-1.sept.
Hagstofan birtir í dag launavísitölu fyrir sl.12 mánuði. Hún hefur hækkað um 9%. Á sama tíma hefur verðbólgan hækkað um 14,5%.Kjaraskerðing á þessi tímabili er 5,5%. Að vísu hafa laun þeirra lægst launuðu hækkað meira en launavísitalan. Lágmarkslaun hækkuðu um 16% 1.feb. sl. þegar þau hækkuðu úr 125 þús. á mánuði í 145 þús.á mánuði. Þessi lágmarkslaun hafa verið í gildi frá 1.feb. En hinn 1.,sept. tók gildi
lágmarksframfærslutrygging aldraðra,kr. 150 þús. Það er að vísu ekki farið að greiða út uppbót vegna hennar en það verður gert 1.oktober.1.mars n.k. hækka lágmarkslaun verkafólks í 157 þús kr. á mánuði og 1. jan. 2010 hækka þau á ný í 165 þús. á mánuði.Lífeyrir aldraðra verður sjálfsagt búinn að hækka mikið meira strax um áramót og jafnvel fyrr vegna endurskoðunar almannatryggingalaga.Í rauninni hefði lágmarksframfærslutryggingin þurft að taka gildi 1.feb. sl. eins og hin nýju lágmarkslaun.Aldraðir hafa verið hýrudregnir frá 1.feb-1.sept.Þeir eiga inni uppbót fyrir þetta tímabil.Krafa aldraðra er sú að þetta verði bætt.Síðan þarf sem fyrst að hækka lífeyri aldraðra meira. Það lifir enginn af 130 þús á mán. ( upphæðin eftir skatta.)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.