Helgi Hjörvar fer út af línunni

Þessi fyrirsögn birtist þvert yfir forsiðu Mbl.

í dag: Sóknarfæri í að selja virkjanir.Ég hrökk við þegar ég sá þessa fyrirsögn,einkum vegna þess að þetta var haft eftir Helga Hjörvar,þingmanni Samfylkingarinnar.Ég hefði talið að þessi skoðun kæmi frá Sjálfstæðisflokknum en ekki frá þingmanni Samfylkingar. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.Helgi Hjörvar hefur verið talinn með róttækari þingmönnum Samfylkingarinnar.Alla vega hefi ég alltaf talið hann róttækan jafnaðarmann.Helgi skrifar grein um mál þetta í Mbl. Við lestur hennar kemur í ljós,að hann er að tala um leigu á rekstri  virkjana eins og Kárahnjúkavirkjunar og talar um að leigja Alcoa reksturinn í 40 ár. Hvers vegna? Og til hvers? Til þess að fá peninga?Ég hefi ekki trú á því að það yrði til hagsbóta fyrir ríkið að leigja amerískum auðhring rekstur virkjunar.Þessir aðilar stunda enga góðgerðarstarfsemi.Þeir yrðu harðir í samningum og mundu sennilega  beygja litla Ísland og greiða okkur smánarlega litla leigu. Svo var þegar fyrstu álverin fóru í gang,að erlendu auðhringarnir píndu okkur til þess að  láta rafman af hendi fyrir algert lágmarksverð. Erlendir auðhringir eru ekkert auðveldari viðfangs í dag. Nei,ég er algerlega á móti því að leigja erlendum auðhringum rekstur  virkjana okkar til margra áratuga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband