Ingibjörg Sólrún veik í New York

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem greinst hefur með góðkynja mein í höfði, sagði við Útvarpið í dag að hún hefði fengið aðkenningu að aðsvifi þegar hún var í pallborðsumræðum í New York á mánudag um þróunarsamvinnu og konur í Afríku.

„Það þótti ástæða til að líta betur á þetta sem var ágætt því það kom í ljós að ekki var allt með felldu og það þarf eitthvað að skoða mein sem ég er með í höfðinu og það verður gert," sagði Ingibjörg.

„Þetta er eins og orðað var af einhverjum fornt  og friðsælt og ég vona að þetta verði allt í lagi," bætti hún við.

Ingibjörg sagði að dagskrá hennar í New York hefði raskast lítillega í gær en nú yrði haldið áfram nokkurn veginn eins og gert var ráð fyrir og vonandi yrði það þannig út vikuna.

Hún sagði að þing SÞ væri eins og pólitískur markaður í jákvæðri merkingu en ar væru allir saman komnir sem þurfa að tala saman um hin ýmislegu mál. Íslendingar legðu aðaláherslu á framboðið til öryggisráðs SÞ.  (mbl.is)

Vonandi verður Ingibjörg Sólrún fljót að ná sér. Þetta er mikill annatíma í stjórnmálunum,bæði í innanlandsmálum og utanríkismálum en kosið verður í Öryggisráðið í næsta mánuði.Segja má,að hún veikist á versta tíma en heilsan gengur fyrir öllu. Ekki er enn vitað hvort einhver verður að leysa hana af sem utanríkisráðherra á meðan hún er að ná sér. En talið er að unnt sé að meðhöndla meinið á stuttum tíma.

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka Til baka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband