Miðvikudagur, 24. september 2008
Siðferði í stjórnmálum hefur hrakað
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Mbl. í dag undir fyrirsögninni: Er í lagi að rjúfa gerða samninga
i stjórnmálum?Þar segir svo m.a.:
Svo virðist sem siðferði í stjórnmálum Reykjavíkur hafi hrakað.Það er áhyggjuefni, að stjórnmálin í borgarstjórn skuli hafa fallið niður á mjög lágt plan.Sjálfstæðisflokkurinn var áður kjölfesta í borgarstjórn.Þó menn væru ekki sammála stefnu flokksins var unnt að treysta samningum við flokkinn. Og Sjálfstæðisflokkurinn gat státaf því að hafa aldrei rofið samstarf í borgarstjórn.En eftir að flokkurinn rauf meirihlutasamstarfið við Ólaf F. Magnússon hefur þar orðið breyting á. Flokkurinn getur því allt eins leikið sama leikinn við Óskar Bergsson.Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn er ekki að treysta lengur. Forustumenn flokksins taka flokkshagsmuni og skoðanakannanir fram yfir hag borgarbúa.Á rúmum tveimur árum,sem liðin eru af kjörtímabilinu hafa setið 4 borgarstjórar og 4 meirihlutar. Fyrst sat Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson í embætti borgarstjóra.Hann myndaði meirihluta með Framsókn strax eftir kosningar 2006.Viðræður voru þá hafnar við Ólaf F.Magnússson en Sjálfstæðisflokkurinn sveik hann í miðjum samningaviðræðum.Næst myndaði Dagur B. Eggertsson,oddviti Samfylkingar, meirihluta og settist í stól borgarstjóra. Björn Ingi Hrafnsson,borgarfulltrúi Framsóknar , hætti samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og gekk til samstarfs við "vinstri flokkana".Þetta samstarf var kallað Tjarnarkvartettinn,þar eð skýrt var frá því á bökkum tjarnarinnar.Það samstarf stóð aðeins í 100 daga eða þar til Ólafur F. Magnússon hljópst undan merkjum og gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem bauð honum borgarstjórastólinn. Hefur Ólafur nú upplýst,að strax og Tjarnarkvartettinn komst til valda hafi Sjálfstæðisflokkurinn byrjað að senda honum gylliboð en hann var þá veikur heima..Ólafur F. Magnússon gaf sig að lokum. Lék Sjálfstæðisflokkurinn hér ljótan leik. Og aftur lék flokkurinn mjög ljótan leik,þegar Ólafi var sparkað eftir að búið var að nota hann. Var þá fjórði meirihlutinn myndaður,þ.e. meirihluti íhalds og framsóknar á ný og Hanna Birna,oddviti Sjálfstæðisflokks settist í stól borgarstjóra. Er talið að sá meirihluti hafi verið myndaður af formönnum flokkanna,Geir H. Haarde og Guðna Ágústssyni..Forusta Sjálfstæðisflokksins hafði orðið áhyggjur af slæmu gengi flokksins í Reykjavík og taldi að það gæti skaðað flokkinn á landsvísu. Þess vegna skarst Geir í leikinn.-En valdabroltið hefur ekki aukið fylgið
.Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.