Endurreisa þarf þjóðhagsstofnun

Það voru mistök að leggja niður Þjóðhagsstofnun, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal annars í pallborðsumræðum um efnahagsmál á fjölsóttum flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugardaginn. – Nú vantar þennan vettvang, óháða stofnun sem hægt er að treysta á og getur verið stuðningur fyrir stjórnvöld og aðra gerendur í efnahagslífinu. Endurreisn gömlu Þjóðhagsstofnunar óbreyttrar er þó varla ráðleg, en æskilegt væri að koma upp nýrri hagstofnun með formbundnu samráði helstu gerenda í efnahagsmálum, einkum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda, sagði formaður Samfylkingarinnar, og minnti á að þessi leið hefði gefist einkar vel á Írlandi.(S-vefur)

Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að það þarf að  mynda óháða  hagstofnun líka þjóðhagsstofnun.Ég tel að vísu,að það mætti gjarnan endurreisa þjóðhagsstofnun.Það voru alger mistök að leggja þá stofnun niður. Davíð Oddsson lagði stofnunina niður í reiðikasti.Honum mislíkaði eitthvað við forstjórann. Og ekki stóð á Halldóri Ásgrímssyni að hjálpa honum við að leggja stofnunina niður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband