Fimmtudagur, 25. september 2008
750 börn á biðlista fristundaheimila í Rvk.
Yfir 2.000 börn hafa fengið inni á frístundaheimilum ÍTR við grunnskóla Reykjavíkur en enn eru um 750 börn á biðlista og um 60 starfsmenn vantar til að fullnægja eftirspurninni.
Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu tómstundamála hjá ÍTR, segir að hlutirnir gangi hratt fyrir sig þessa dagana og mörg frístundaheimili hafi tæmt biðlista sína. Því miður eigi það samt ekki við þau öll.
Ég hef fullan skilning á aðstöðu fólks, segir Steingerður um biðlistana. Ég skil þetta sérstaklega með yngstu börnin, sex og sjö ára, og sem fjögurra barna móðir get ég algerlega sett mig í þeirra spor.
Steingerður segir að meðan staðan sé svona hafi fólk almennt ekki mörg úrræði. Stundum geti foreldrar bekkjarsystkina í sömu aðstöðu komið upp einhverri tímabundinni skiptidagskrá. Rætt hafi verið um að fá dagmæður til að taka þessi börn að sér og hún hafi sjálf góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. Sumir ráði framhaldsskólanema og aðrir hafi aðgang að ættingjum en þessi úrræði séu ekki allra. Vinnuhópur á vegum borgarinnar sé að reyna að leita nýrra leiða í þessu ástandi, sem skapist orðið á hverju hausti og foreldrar séu orðnir langþreyttir á.(mbl.is)
Með því að það er orðin venja,að báðir foreldrar vinni úti er þetta alvarlegt ástand og gerir foreldrum erfitt að stunda vinnu.Það vantar 60 starfsmenn á frístundaheimilin.Væntanlega leysast þessi mál fljótlega.
Björgvin Guðmundsson
Um 750 börn á biðlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér þykja þessar tölur ótrúlegar í ljósi þess að sonur minn hefur verið næsta barn inn frá upphafi skólaárs og hefur ekki enn fengið pláss.
Halla Rut , 25.9.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.