Föstudagur, 26. september 2008
Mega múslimar ekki reisa mosku á Íslandi?
Nokkrar deilur hafa risið um það hvort leyfa eigi muslimum á Íslandi að reisa mosku í Reykjavík eða nágrenni. Nokkuð er umliðið síðan sótt var um lóð undir mosku í Reykjavík en söfnuðurinn hefur verið dreginn á svari og er ljóst,að einhver tregða er hjá borgaryfirvöldum.En er unnt að amast við safnaðarstarfi muslima á Íslandi'? Ég held ekki. Hér ríkir trúfrelsi og þá má hver sem er hafa þá trú sem hann vill og reka safnaðarstarf. Ef ekki er unnt að banna safnaðarstarf muslima á Íslandi þá sé ég ekki að unnt sé að neita muslimum um lóð.Hér verður jafnrétti að ríkja. Sumir segja,að moskur geti orðið gróðrarstía hryðjuverkamanna. Slíkt hafi gerst erlendis.Ef raunverulegur ótti er á slíku á Íslandi verður lögreglan að hafa strangt eftirlit með muslimum og starfsemi þeirra. En menn verða að athuga,að muslimar eru nú þegar með safnaðarstarf á Íslandi enda þótt þeir hafi ekki moskur.Þeir reka það í öðru húsnæði og hryðjuverkamenn geta alveg eins verið þar eins og í moskunum.Við verðum að leyfa starfsemi muslima hér.Annað væri brot á stjórnarskránni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.