Krónan fellur áfram.

Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla fór í hæst í 183,91 í viðskiptum í morgun og hefur vísitalan aldrei verið hærri. Þegar gengisvísitala erlendra gjaldmiðla hækkar veikist krónan og hefur krónan því aldrei verið veikari gagnvart körfu helstu mynta en í morgun. Þá hefur krónan aldrei staðið veikari gagnvart evru, en evran fór hæst í 140,96 krónur í viðskiptum í dag.

Þá fór Bandaríkjadalur hæst í 96,80 krónur og þarf að leita aftur til vormánaða ársins 2002 til að sjá krónu jafn veika gagnvart dalnum. Gengi krónu gagnvart bresku pundi og gjaldmiðlum Norðurlandanna náði enn fremur sögulegu lágmarki í vikunni, en gengisvísitalan hefur sveiflast í grennd við vísitölugildið 180 síðustu daga. Gengi krónu hefur lækkað um ríflega þriðjung frá áramótum. Þar af nemur gengislækkun það sem af er september ríflega 12%. Gengislækkunin nemur nú tæpum3%.(mbl.is)

Það er orðið erfitt að láta krónuna fljóta áfram. Það verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að stöðva áframhaldandi fall krónunnar .Áframhaldandi  fall þýðir aukin verðbólga.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Krónan aldrei veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband