VG andmælir gjaldskrárhækkun OR

Vinstrihreyfingin-grænt framboð í Reykjavík segist í ályktun fordæma gjaldskrárhækkun OR sem virðist tilkomin vegna glórulausrar lántöku erlendis.

Efnt hafi verið til þeirrar lántöku svo fyrirtækið geti fjármagnað innrás á óspjölluð hverasvæði og virkjað  fyrir erlendar stóriðjur. Almenningi sé síðan ætlað að borga brúsann og niðurgreiða þannig umdeilda virkjana- og stóriðjustefnu fyrirtækisins.


„Stórfelldar hækkanir á gjaldskrá OR eru hnefahögg í andlit almennings, sem þegar hefur  tekið á sig mikla kjaraskerðingu og hefur enga leið til að verjast  slíkum lífskjaraárásum," segir í ályktuninni. (mbl.is)

Ég er sammála fordæmingu VG á gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar.Það er forkastanlegt,að opinbert fyrirtæki skuli stórhækka gjaldskrá fyrir orku til almennings,þegar brýnt er að reyna að ná verðbólgunni niður.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is VG fordæmir gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband