Vildi seðlabanki USA ekki semja við Seðlabanka Íslands?

Seðlabanki Íslands hefur átt viðræður við Seðlabanka Bandaríkjanna á undanförnum vikum um gerð gjaldmiðlaskiptasamnings. Ekki voru taldar ástæður eða efni til þess að gera á þessu stigi samning við Seðlabanka Íslands. Alls ekki væri þó útilokað að slíkur samningur yrði gerður síðar ef aðstæður gefa tilefni til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

„Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Seðlabanki Bandaríkjanna gert tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við fjóra seðlabanka til þess að leysa úr bráðaþörf fyrir Bandaríkjadali sem upp kom í viðkomandi löndum. Samningar þessir eru annars eðlis en þeir sem Seðlabanki Íslands gerði við þrjá norræna seðlabanka í maí sl.," segir í tilkynningu Seðlabankans.(mbl.is)

Ekki kemur skýrt fram hvort Seðlabanki Bandaríkjanna vildi ekki semja við Seðlabanka Íslands eða hvort aðrar ástæður réðu því,að ekki var gerður gjaldmiðlaskiptasamningur milli bankanna.Þetta hefði vissulega verið mikilvægt fyrir Ísland,ef slíkur samningur hefði verið gerður.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Ekki þótti ástæða til að gera gjaldmiðlaskiptasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja Gylfi Magnússon virtist samkvæmt kvöldfréttum álykta að íslendingar nytu ekki trausts og ekki er hann þekktur fyrir að bulla. Eru Geir og Solla múmíur.....sem hafa ekki verið trekktar upp mánuðum saman. Leiðarahöfundur Mogga lét stjórnvöld (lesist ríkisstjórn og seðlabanka) fá einn gúmmoren í morgun. Nýjustu fréttir eru svo að stórfyrirtæki landsins þurfi að endurfjármagna sig með svo mörgum þúsundköllum að uppraðaðir hlið við hlið næðu þeir hringinn í kringum jörðina TVISVAR. Krakkar mínir þetta er alvara. Jóhanna Sig enn og aftur virðist sú eina af ráðherrastóðinu sem sýnir lífsmark

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haft er eftir Davíð sjálfum að einmitt þannig hafi það verið, að bandaríski Seðlabankinn vildi ekki þann íslenska að samningaborðinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband