Sþ: Stoltenberg ítrekar stuðning við Ísland

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lagði sérstaka áherslu á það í ræðu, sem hann flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt, að Ísland nyti stuðnings allra hinna Norðurlandanna í framboðinu til öryggisráð SÞ. „Ég bið ykkur að taka það til athugunar," sagði Stoltenberg.

Hann sagði að Ísland væri nú í fyrsta skipti, frá því landið gerðist aðili að SÞ fyrir 62 árum, í framboði til öryggisráðsins.

„Framboð Íslands endurspeglar þá skuldbindingu allra Norðurlandanna að vinna að alþjóðlegum friði og hinu mikilvæga starfi Sameinuðu þjóðanna. Ísland nýtur virks stuðnings bandalagsþjóða sinna í norræna ríkjahópnum: Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs," sagði Stoltenberg.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun ávarpa allsherjarþingið í kvöld, líklega á milli klukkan 21 og 22 að íslenskum tíma.  (mbl.is)

 

Það er mikils virði,að Stoltenberg forsætisráðherra Noregs skyldi ítreka stuðning Norðurlanda við framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu.Nú er mjög stutt til kosninganna,og hver yfirlýsing vigtar þungt í kosningabaráttunni.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Stoltenberg ítrekar stuðning Norðurlanda við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband