Laugardagur, 27. september 2008
Stærstu ísl. fyrirtækin þurfa 600 milljarða endurfjármögnun!
Stærstu íslensku fyrirtækin, að bönkunum undanskildum, þurfa að endurfjármagna sig um að minnsta kosti 600 milljarða króna á næstu 12 mánuðum. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir vandamálið tröllvaxið.
Ef einhverjum tækist að útvega þessa upphæð og leysa hana út í þúsundköllum og raða þeim í einfalda röð næði sá borði 67 sinnum hringinn í kring um Ísland eftir þjóðvegi númer eitt. Sami borði myndi ná um það bil tvisvar sinnum í kring um jörðina.
Stoðir sem áður hét FL-Group er eitt þeirra rekstrarfélaga sem þarf á mestri endurfjármögnun að halda þ.e. rúmum 120 milljörðum á næstu 12 mánuðum. Talsmaður Stoða segir vaxtaberandi skuldir Stoða sem komi til gjalddaga næstu 12 mánuði nema 69 milljörðum króna. Hluti skuldanna verði greiddur niður samhliða sölu eigna.(ruv .is)
Hér eru nefndar tröllvaxnar upphæðir,sem dosentinn telur vanta til endurfjármögnunar stærstu fyrirtækjanna. Ljóst er,að útrásin hefur öll verið fjármögnuð með lánsfé og nú er komið að skuldadögum.Spurning er hvernig gengur að útvega lánsfé eða að selja eignir til þess að greiða lánin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.