Jafntefli hjá Obama og MacCain í kappræðum

Hvorugur hafði betur í sjónvarpskappræðum í nótt,Obama eða Mac Cain.Þeir voru svipaðir. Obama sagði,að hann vildi bæta heilbrigðiskerfið,menntamálin og orkumálin. Bandaríkin ættu að vera sjálfum sér nóg í orkumálum.Mac Cain sagðiust vilja lækka skatta  en Obama vildi hækka þá.Stjórnandinn spurði þá ítrekað um björgunaraðgerðir Bush vegna fjármálakreppunnar.Þeir töluðu jákvætt um aðgerðirnar en töldu ýmsu þurfa að breyta í björgunarpakkanum.Obama sagði,að það væri sök Bush og republiana hvernig komið væri. Þeir deildu mikið um Írak og Afganistan.Obama sagði,að Mac Cain hefði sagt,að gereyðingarvopn væru í Írak en engin slík hefðu fundist. Obama sagði einnig,að Mac Cain hefði sagt,að stríðið í Írak tæki örskamman tíma en annað  hefði komið á daginn. Staða frambjóðendanna er óbreytt eftir kappræðurnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband