Breskir jafnaðarmenn rétta sig aðeins af

Heldur hefur dregið saman með Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í Bretlandi samkvæmt nýjum könnunum. Þannig hefur Íhaldsflokkurinn aðeins 9 prósentustiga forskot í könnun sem Guardian birtir í dag. Blaðið segir þetta veruleg umskipti því fyrir mánuði hafi litið út fyrir algjört afhroð Verkamannaflokksins, hann hafi átt á hættu að þurrkast út. Guardian telur góða frammistöðu Gordons Brown forsætisráðherra á nýlegu þingi flokksins, og trúverðug viðbrögð hans við fjármálakreppunni, hafa valdið sinnaskiptum margra.

 


Hins vegar sé enn langt í land að Verkamannaflokkurinn öðlist fyrra fylgi. Samkvæmt könnun blaðsins styður 41 prósent Breta Íhaldsflokkinn, 32 prósent Verkamannaflokkinn og 18 prósent Frjálslynda demókrata.(mbl.is)

Það hefur sannast  í Bretlandi eins og víðar,að valt er veraldargengi. Blair fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra var mjög vinsæll fyrstu árin en svo hallaði undan fæti fyrir honum einkum vegna Íraksstríðsins og stuðnings hans við Bush. Talið var,að Gordon Brown mundi  hífa fylgið upp en það fór á annan veg. Brown hefur reynst óvinsælli en Blair. Brown hefur ekki sömu persónutöfra og Blair en er ef til örlítið róttækari jafnaðarmaður. Brown á nú erfitt verk fyrir höndum að ná flokknum upp í sömu hæðir og áður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband