Lítill árangur af ferð Evrópunefndar

Evrópunefnd var á ferð í Brussel í síðustu viku til þess að fjalla um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án þess að ganga í ESB.Jóhanna Vilhjálmsdóttir sagði í Kastljósi í gær,að þetta hefði verið alger sneypuför,árangur enginn.Það er ef til of sterkt að orði kveðið.Hins vegar var vitað fyrirfram,að embættismenn í Brussel mundu segja nei,þegar þeir væru spurðir um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án aðildar að ESB.Þeir gátu ekki svarað öðru. Auk þess var rætt við lágt setta embættismenn.Þetta hefur því nánast verið skemmtiferð og almenn kynningarferð um ESB almennt.

Ef athuga á í alvöru hvort unnt er að taka upp evru á þeim grundvelli að Ísland sé í EES og ætli ekki í ESB í bráð þarf að tala við stjórnmálaleiðtoga ESB. Það þarf þá að heimsækja þau aðildarríki sem ráða mestu í ESB.Ekki er líklegt að pólitískur vilji sé til þess hjá ESB að samþykkja beiðni Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband