Laugardagur, 27. september 2008
Lítill árangur af ferð Evrópunefndar
Evrópunefnd var á ferð í Brussel í síðustu viku til þess að fjalla um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án þess að ganga í ESB.Jóhanna Vilhjálmsdóttir sagði í Kastljósi í gær,að þetta hefði verið alger sneypuför,árangur enginn.Það er ef til of sterkt að orði kveðið.Hins vegar var vitað fyrirfram,að embættismenn í Brussel mundu segja nei,þegar þeir væru spurðir um það hvort Ísland gæti tekið upp evru án aðildar að ESB.Þeir gátu ekki svarað öðru. Auk þess var rætt við lágt setta embættismenn.Þetta hefur því nánast verið skemmtiferð og almenn kynningarferð um ESB almennt.
Ef athuga á í alvöru hvort unnt er að taka upp evru á þeim grundvelli að Ísland sé í EES og ætli ekki í ESB í bráð þarf að tala við stjórnmálaleiðtoga ESB. Það þarf þá að heimsækja þau aðildarríki sem ráða mestu í ESB.Ekki er líklegt að pólitískur vilji sé til þess hjá ESB að samþykkja beiðni Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alrangt!
Þótt það væri ekki nema bara þetta:
Framsókn: Alþingi samþykki þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB strax!
... og þetta:
Guðni meðflutningsmaður Birkis Jóns um þjóðaratkvæði um Evrópusambandið?
Hallur Magnússon, 27.9.2008 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.