Laugardagur, 27. september 2008
Krísufundur í Stjórnarráðinu með Seðlabankanum
Bankastjórar Seðlabankans hafa í dag setið á fundum í stjórnarráðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins segja áfall fyrir peningastefnuna að bandaríski seðlabankinn vilji ekki semja við Íslendinga um skipti á gjaldmiðlum og verði stjórnvöld stjórnvöld að halda áfram að reyna að semja við erlenda seðlabanka.(mbl.is)
Forsætisráðherra kallaði á alla bankastjóra Seðlabankans til fundar í gamla stjórnarráðshúsinu ´
i dag. Segja má,að fundurinn hafi verið haldinn strax eftir að Geir Haarde kom heim frá New York.Þetta var eins konar krisufundur en krónan hefur hríðfallið' undanfarið. Það var mikið áfall fyrir Ísland,að Seðlabanki Bandaríkjanna skyldi ekki vilja gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnvöld semji við erlenda seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.