Geir berst gegn fátækt í heiminum og fyrir auknum mannréttindum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti 26.sept. ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar fjallaði hann um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga og lagði áherslu á virðingu fyrir mannréttindum þ.m.t. réttindum kvenna. Þá fjallaði forsætisráðherra um nauðsyn umbóta innan Sameinuðu þjóðanna og kvatti í því samhengi til átaks í menntun um tilgang og starfssemi samtakanna. Loks gerði forsætisráðherra grein fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.( Stjórnarráðsvefur)

Það voru athyglisverð    atriði í ræðu Geirs,einkum um baráttu gegn fátækt í heiminum og baráttu fyrir mannréttindum. Er  ljóst,að ræðan er undir verulegum áhrifum þeirra atriða,sem Ingibjörg Sólrún leggur mesta áherslu á sem utanríkisráðherra.Er það eðlilegt,þar eð samhljómur verður að vera í málflutningi þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband