Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð í New York

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York í dag.  Aðgerðin var gerð vegna veikinda sem upp komu fyrir réttri viku og rekja má til meins í fjórða heilavökvahólfi. Utanríkisráðherra heilsast vel að lokinni aðgerð.


Ákvörðun um að aðgerðin yrði gerð í dag þar ytra, var tekin í kjölfar rannsókna sl. föstudag og að höfðu samráði sérfræðinga á Landspítalanum og lækna á Mount Sinai sjúkrahúsinu, segir jafnframt í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.    

Enn liggur ekki fyrir  hversu lengi utanríkisráðherra verður frá vinnu vegna veikindanna.(mbl.is)

Við vonum,að Ingibjörg Sólrún nái sem fyrst fullri heilsu og sendum henni bestu kveðjur.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband