Mánudagur, 29. september 2008
Segir Kristinn sig úr Frjálslynda flokknum?
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, íhugar stöðu sína innan flokksins í kjölfar ákvörðunar þingflokksins frá því fyrr í dag að gera Jón Magnússon að þingflokksformanni í stað Kristins.
Aðspurður hvort hann hafi hug á að segja sig úr flokknum segir Kristinn: ,,Það mun skýrast fljótlega."
Undanfarið hefur hart verið tekist á innan Frjálslynda flokksins og nýverið fór miðstjórn flokksins fram á að Kristinn yrði settur af sem þingflokksformaður. Fyrir helgi hótaði Jón að segja sig úr flokknum.
,,Ég vissi skömmu fyrir fundinn í dag að Guðjón ætlaði að bera upp aðra tillögu en hann hafði kynnt þingmönnum fyrir nokkrum vikum þegar hann sagðist ætla að gera tillögu um óbreytta stjórn," segir Kristinn og bætir við hann taki þessi ákaflega illa og hann hafi ekki samþykkt að verða varaformaður þingflokksins. Kristinn var ekki á þingflokksfundinum í dag.
Guðjón Arnar Kristjánsson var ekki fylgjandi tillögu miðstjórnar flokksins og sagði í samtali við Vísi 18. september að Kristinn væri lagður í einelti af einstaklingum í miðstjórninni.
,,Það liggur alveg fyrir að ég er ekki sammála þessari niðurstöðu," sagði Guðjón fyrir 11 dögum og bætti við að þingflokkurinn taki sínar ákvarðanir í þinginu líkt og aðrir þingflokkar. ,,Kristinn er þingflokksformaður þangað til annað verður ákveðið."
Kristinn segir að Guðjón gangi á bak orða sinn með þeim rökum að nú fá hann meiri frið í flokknum. ,,Guðjón lætur undan hótunum, ofbeldi og rógi sem beint hefur verið með skipulögðum hætti gegn mér og honum."
,,Ég hef enga trú á því að Guðjón fái einhvern frið," segir Kristinn (visir.is)
Ég er sammála Kristni um það,að ekki á að láta undan hótunum.Samstarf í stjórnmálaflokki getur ekki byggst á hótunum.Mig undrar það einnig,að Guðjón Arnar skyldi ekki standa við orð sín gagnvart Kristni um að hann yrðu formaður þingflokksins a.m.k. fram á vor.Það er mikið atriði í stjórnmálum að halda orð sín og samninga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Össur hefur boðist til að taka við honum.
Sigurður Þórðarson, 30.9.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.