Sameinast Fréttablaðið og Morgunblaðið ?

Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir að engir samningar hafi verið undirritaðir um samstarf Árvakurs og 365 en fyrirtækin hafa um nokkurra missera skeið skoðað möguleika á að lækka kostnað í starfseminni með samvinnu á sviði dreifingar og prentrekstrar og í fleiri þáttum.

„Þær aðstæður sem skapast hafa á auglýsinga- og pappírsmarkaði upp á síðkastið hafa gert þetta enn brýnna.  Ég geri því ráð fyrir að félögin muni halda áfram samræðum um málið,” segir Einar.

Segir hann að það sé skoðun stjórnenda Árvakurs  hagkvæmasta rekstrarmódel Árvakurs sé útgáfa tveggja blaða og  fréttavefjar til að tryggja hámarksnýtingu dýrra framleiðslukerfa og hámarksnálgun við markhópa auglýsenda.

Mbl. og Fréttablaðið eru helstu samkeppnisaðilar á dagblaðamarkaði.Það kemur því á óvart,að þessi blöð ræði samstarf hvað þá sameiningu. Sjálfsagt gæti falist hagræðing í því að  hafa samstarf um prentun og dreifingu. En ekki má rugla saman ritstjórnarskrifstofum,þar eð þá væri í raun orðið um eitt blað að ræða. Blöðin eru mjög  ólík og þannig þarf það að haldast.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Engir samningar undirritaðir um samstarf Árvakurs og 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband